Full‑stack forritari með yfir 18 ára reynslu í .NET, React og DevOps. Hjálpa fyrirtækjum að hanna, smíða og reka góðar veflausnir.
Ég er með yfir átján ára reynslu af hönnun, smíði og rekstri vef- og þjónustulausna í fjármála-, ferða- og fjarskiptageiranum. Sérhæfing mín er í .NET (C#/ASP.NET, .NET Core) á þjónustulagi og React/TypeScript í framenda.
Ég hef umtalsverða reynslu af ýmsum vefumsjónarkerfum (Contentful og Strapi), bókunarflæðum, leit og SEO/A/B prófunum. Hef leitt teymi og stýrt innleiðingum frá hugmynd til reksturs, meðal annars hjá Reiknistofu bankanna, Íslandsbanka, Arion banka, Valitor, Iceland Travel og Sýn.
Í dag starfa ég sem tæknilegur leiðtogi veflausna hjá Sýn (Vodafone Ísland) þar sem ég ber ábyrgð á tæknilegri stefnu, þróun og rekstri veflausna fyrir fleiri vörumerki í samstæðunni.
Sýn (áður Vodafone Ísland)
Gangverk
ÞB Hugbúnaður slf
Advania (áður Eskill og Skýrr)
Háskólinn í Reykjavík
Menntaskólinn í Kópavogi
Ég hef alltaf áhuga á að heyra um ný verkefni og tækifæri. Hvort sem þú ert með spurningu eða vilt bara heilsa, ekki hika við að hafa samband!
Sendu skilaboð! 👋